Málþing FÁH 2018 - Ráðhús Reykjavíkur

Fimmtudagur, 1. febrúar 2018 - 23:45

Málþing FÁH verður haldið þann 10. febrúar 2018 kl. 13 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Yfirskrift málþingsins er "Hvert stefnum við í hundahaldi á Íslandi? Hver er framtíðarsýn Reykjavíkurborgar?"

Ókeypis er á málþingið og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Flutt verða nokkur erindi og eftir það verður málþingsgestum boðið að bera upp spurningar.

Þeir sem verða með erindi á málþinginu eru Þórhildur Bjartmarz hundaþjálfari, Sabine Leskopf formaður heilbrigðisnefndar, Agnes Helga Martin dýralæknir og Helgi Hjörvar fyrrverandi alþingismaður.

Fundarstjóri er Ragnheiður Elín Clausen.
 
Málþing 2018 - dagskrá

Deila á samskiptavef