Nefndir

Nokkrar nefndir starfa innan félagsins og að minnsta kosti einn stjórnarmeðlimur er í hverri nefnd. Nefndirnar vinna að ólíkum markmiðum innan félagsins og láta svo stjórnina reglulega vita hvernig þeirri vinnu miðar áfram. Allir félagsmenn eru velkomnir til að starfa í nefndunum. Vinsamlegast sendu póst á fah@fah.is ef þú hefur áhuga á að vera með í einhverri af neðantöldum nefndum.

 

Hundar á faraldsfæti - ferðalög

Nefndarmenn:  Gerða Th.  Pálsdóttir,  Stefán H. Kristinsson

Verkefni:  Vinna að því að hundar og hundaeigendur geti ferðast án hindrana á Íslandi.

Heimasíða FÁH

Nefndarmenn:  Freyja Kristinsdóttir,  Jóhanna Svala Rafnsdóttir,  María Ísfold Steinunnardóttir, Stefán Helgi Kristinsson

Verkefni:  Að skipuleggja,  hanna og halda við heimasíðu FÁH

Hundar og hundagjöld

Nefndarmenn:  Anna Jenný Jóhannsdóttir,  Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, Valgerður Valgeirsdóttir,  Rakel Linda Kristjánsdóttir

Verkefni:  Upplýsingaöflun og greining á hundagjöldum.

Hundagerði

Nefndarmenn:  Guðfinna Kristinsdóttir,  Orri Þór Bogason,  Þorsteinn Magni Björnsson,  Jóhanna Svala Rafnsdóttir

Verkefni:  Úttekt á hundagerðum og tillögur að breytingum.

Dagur hundsins

Nefndarmenn:  Guðfinna Kristinsdóttir,  Rakel Linda Kristjánsdóttir

Verkefni:  Skipuleggja dag hundsins í ágúst.

Hundar - lög og reglur

Nefndarmenn:  Stjórn félagsins

Verkefni:  Úttekt á lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga.  Tillögur að breytingum á þeim.

Hundar og húsnæði

Nefndarmenn:  Sveinbjörg Guðmarsdóttir,  Stefán H. Kristinsson

Verkefni:  Úttekt á húsnæðismálum hundaeigenda.

Ritnefnd

Nefndarmenn:  Sigurlauga Kristjánsdóttir

Verkefni:  Safna saman upplýsingum og efni á miðla félagsins.