Hundasvæði

Hundasvæði á Íslandi

Hundasvæði eru fá á Íslandi miðað við í nágrannalöndunum enda var hundaeign fremur sjaldgæf í þéttbýli fyrir um 20 árum síðan. Á síðastliðnum 10 árum hefur orðið hrein sprenging í hundaeign í höfuðborginni en þjónusta við hundaeigendur hefur því miður ekki náð að fylgja þeirri þróun. Það virðist þó eitthvað vera að rofa til í þeim málum því eitt hundasvæði var vígt í Hafnarfirði á árinu 2012 og Reykjavíkurborg setti upp hundagerði í þremur hverfum borgarinnar í nóvember 2012. 

Fyrrverandi hundagerði

  • Í Öskjuhlíð voru tvö hundagerði þar sem Háskólinn í Reykjavík stendur núna. Þessi gerði stóðu þar í nokkur ár en voru tekin niður kringum árið 2005. Annað gerðið var u.þ.b. 800 m2 og hitt u.þ.b. 600 m2.

Núverandi hundagerði og hundasvæði á Íslandi

Reykjavík:

  • Hundagerði: Hundagerðið á Geirsnefi hefur staðið í nokkur ár og er ca 600 m2. Þrjú ný hundagerði, hvert að u.þ.b. 600 m2 að flatarmáli voru sett upp í nóvember 2012. Þau eru staðsett: Í Laugardal (gerði til reynslu í 6 mánuði) – á túninu milli Húsdýragarðsins og Suðurlandsbrautar. Í Miðborg – á túninu milli N1 og Umferðarmiðstöðvar. Í Breiðholti – við göngustíg milli efra og neðra Breiðholts. Sjá staðsetningu nýju gerðanna HÉR
  • Óafgirt hundasvæði: Í Reykjavík mega hundar vera lausir á Geirsnefi, á Geldinganesi og við Rauðavatn, utan göngustígs við vatnið.

Hafnarfjörður:

  • Í Hafnarfirði var sumarið 2012 opnað nýtt hundasvæði við Hvaleyrarvatnsveg strax eftir að beygt er af Krýsuvíkurveginum.

Akureyri:

  • Rétt fyrir utan Akureyri, á Blómsturvöllum, er stórt afgirt hundasvæði.
  • Einnig er hundasvæði innanbæjar, neðan við aðalbyggingu Háskólans á Akureyri.  Sjá nánari lýsingu og kort af svæðunum HÉR

Akranes:

  • Á Akranesi er einnig sérstakt hundasvæði þar sem lausaganga hunda er leyfð.

 

 

Hundasvæði erlendis

Víða erlendis eru hundasvæði og hundagerði sjálfsagður hluti af borgarmyndinni. Það verður vonandi raunin á Íslandi innan fárra ára. Gaman er að skoða erlendar síður með upplýsingum um hvar hundasvæði er að finna. Hlekkir að nokkrum slíkum síðum eru hér að neðan.

New York:  

*  Parks & dogruns

Kaupmannahöfn:

*  Hundeparker

*  Naturstyrelsen

Vín:

*  Hundezonen