Hundahald

Hundasamþykktir

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setja reglur um hundahald í svokölluðum samþykktum sem í daglegu tali kallast hundasamþykktir. Hundasamþykkt Reykjavíkurborgar var nýlega endurskoðuð og tók nýja samþykktin gildi þann 16.maí 2012. Ýmsar ánægjulegar breytingar eru í nýju samþykktinni, meðal annars hefur hundabann á Laugavegi og annars staðar í miðbænum verið afnumið. Hundaeigendur geta því spókað sig óhræddir með hunda sína í miðbænum, en verða að sjálfsögðu að fylgja settum reglum svo sem að hafa hundinn ávallt í taumi og þrífa allan skít eftir hundinn.

Hægt er að skoða hundasamþykktirnar með því að smella á merki sveitarfélaganna hér að neðan.