Velkomin á
vefsíðu FÁH

Félag ábyrgra hundaeigenda (FÁH) eru
hagsmunasamtök fyrir bættum réttindum
hundaeigenda sem og bættu hundahaldi á
Íslandi.

Aðalfundur FÁH 2023

Aðalfundur FÁH 2023 verður haldinn miðvikudaginn 6. september kl.20:00.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Dýrheima, Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogi. Kaffi
og veitingar í boði. Framboð til stjórnar sendist á fah@fah.is. Einnig
er hægt að gefa kost á sér til stjórnarsetu á aðalfundinum sjálfum.

Spurt & svarað

SVAR: Já, það er skylda að skrá hunda í örmerkjagagnagrunninn Dýraauðkenni. Það er gert hjá dýralækni þegar hundurinn er örmerktur sem hvolpur, en við fyrstu skoðun ef hundurinn er fluttur til landsins frá útlöndum. 

Skráningin hjá Dýraauðkenni er ekki sú sama og skráning hjá sveitarfélagi. Skráning hjá sveitarfélagi er ekki skylda samkvæmt landslögum, en mörg sveitarfélög gera kröfu um sértstaka sveitarfélaggsskráningu samkvæmt hundasamþykkt þess sveitarfélags. Staðan er því sú að það er gerð krafa um tvöfalda skráningu hunda, sem er óþarfi að mati stjórnar FÁH. FÁH hefur barist fyrir því að skráning hjá sveitarfélögum verð aflögð, enda tíðkast það ekki í löndunum í kringum okkur að hafa tvöfalda skráningu. Erlendis nægir að skrá í örmerkjagagnagrunn. 

Skráning í örmerkjagagnagrunn er einnig mun ódýrari en skráning hjá sveitarfélagi. 

SVAR: Nei. Þegar hundur er örmerktur er hann skráður í tölvukerfi dýralæknisins sem örmerkti hann, en það er ekki það sama og að skrá hundinn hjá sveitarfélaginu. Það er hinsvegar skylda að örmerkja hundinn áður en hann eru skráður hjá sveitarfélaginu. Einnig er skylda að skrá í örmerkjagagnagrunn en sú skráning er á vegum Dýralæknafélagsins og tengist ekki skráningu hjá sveitarfélagi.

Skráning hjá sveitarfélagi er ekki skylda samkvæmt landslögum, en mörg sveitarfélög gera kröfu um sértstaka sveitarfélaggsskráningu samkvæmt hundasamþykkt þess sveitarfélags. Staðan er því sú að það er gerð krafa um tvöfalda skráningu hunda, sem er óþarfi að mati stjórnar FÁH. FÁH hefur barist fyrir því að skráning hjá sveitarfélögum verð aflögð, enda tíðkast það ekki í löndunum í kringum okkur að hafa tvöfalda skráningu. Erlendis nægir að skrá í örmerkjagagnagrunn. 

Skráning í örmerkjagagnagrunn er einnig mun ódýrari en skráning hjá sveitarfélagi. 

SVAR: Nei. Ættbók og skráning hjá hundaræktarfélagi tengist ekki skráningu hjá sveitarfélagi eða örmerkjagagnagrunn. Það er valfrjálst að vera skráður í hundaræktarfélag, en skylda að skrá hunda í örmerkjagagnagrunn.

SVAR: Í samþykkt um hundahald í Reykjavík stendur: „…Gjöldum þessum er ætlað að standa undir kostnaði borgarinnar af hundahaldinu og framkvæmd samþykktar þessarar.“ Gjöldin fara meðal annars í að greiða laun hundaeftirlitsmanna, vörslu fyrir hunda sem finnast lausir og iðgjöld ábyrgðatryggingar fyrir alla skráða hunda.

FÁH hefur gagnrýnt í mörg ár að bókhald hundaeftirlitsins sé ekki nógu gagnsætt. Það er ljóst að meirihluti fjármunanna fer í laun fyrir 3,3 starfsmenn, þ.e. tvo hundaeftirlitsmenn, einn ritara og þriðjung af launum framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits. Samkvæmt þeim gögnum sem við höfum aðgang að, getur ekki staðist að hundaeftirlitið þurfi 3,3 starfsgildi í 100% starfi. 

Sem betur fer virðist einhver breyting vera á næsta leiti (ritað í apríl 2021). Hundaeftirlitið á að færast frá Heilbrigðiseftirliti til Íþrótta og Tómstundaráðs, og mun nú heita Dýraeftirlit. Starfsgildum á að fækka úr 3,3 niður í 2. Einnig höfum við fengið loforð um aukið gagnsæi varðandi tímaskráningar og umfang hundaeftirlits. Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur.

SVAR: Einhverjar kvartanir berast á ári hverju til borgaryfirvalda vegna lausagöngu hunda og það er miður. Margir hundaeigendur eru hinsvegar í þeirri stöðu að þurfa að keyra langar leiðir til að geta sleppt hundum sínum lausum og því freistast sumir þeirra til að brjóta reglurnar og leyfa hundinum að ganga laus öðru hvoru nálægt heimilinu. Lausaganga hunda getur verið öðrum til ama og það verður að sjálfsögðu að taka tillit til þess. Á hinn bóginn er engan veginn komist til móts við hundaeigendur, sem fer fjölgandi með ári hverju, með því að hafa svo fá hundasvæði sem raun ber vitni. Með uppsetningu hundagerða í öllum hverfum borgarinnar geta hundaeigendur gengið með hunda sína til að sleppa þeim lausum og kvörtunum yfir lausagöngu hunda myndi fækka.

Það er mikið áhyggjuefni að í öllum þeim skipulagsbreytingum sem eiga sér stað  um þessar mundir í Reykjavík, virðast hundaeigendur vera afgangsstærð. Varla er minnst á hunda í nýrri skýrslu um skipulag á Ártúnshöfða og Elliðaárvogi, þrátt fyrir að Geirsnefið sé stórt hundasvæði sem mikið hefur verið notað af hundaeigendum í áraraðir. Nú lítur út fyrir að þetta svæði verði tekið af hundaeigendum og ekkert komi í staðinn. Í nýju skipulagi um Austurheiðar á einnig að þrengja allverulega að hundaeigendum, en það er ótrulega mikilvægt lausagöngusvæði og hefur verið í áraraðir. FÁH hefur sent inn athugasemdir sem ekkert hefur verið tekið tillit til enn sem komið er. 

FÁH hefur lengi vakið athygli á því að nauðsynlegt sé að vanda til verka við uppsetning hundagerða og hundasvæða. Ef illa er staðið að framkvæmdum verða svæðin allt að því ónothæf. Við höfum því miður of oft talað fyrir daufum eyrum, en við munum halda áfram að ítreka þetta og fylgjast með þeim svæðum sem verða sett upp á næstunni.